Moody´s Ratings hefur staðfest A2/P-1 langtíma- og skammtíma innlán og A3 lánshæfismat Arion banka fyrir langtíma útgáfur og almenn ótryggð skuldabréf með stöðugum horfum fyrir langtímaeinkunnir.
Staðfesting lánshæfismats kemur í kjölfar tilkynningar Arion banka frá 27. maí 2025 um að stjórn bankans hafi lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Kviku um samruna félaganna.
Sjá frekari upplýsingar í viðhengi
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:
Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171