Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Arion banki lauk í dag útboði á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CBI 31 fyrir samtals 2.080 m.kr.

Í flokkinn ARION CBI 31 bárust 18 tilboð að fjárhæð 2.900 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,63 – 3,88%. Tilboð að nafnvirði 2.080 m.kr. voru samþykkt á kröfunni 3,75%.
Bankinn gefur einnig út 960 m.kr. í flokknum vegna verðbréfalána til viðskiptavaka. Heildarstærð flokksins verður 3.040 m.kr. eftir útgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 30. júní 2025.

Skuldabréfin eru gefin út undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa. Grunnlýsing útgáfurammans má nálgast hér.

Umsjónaraðili útboðsins er Markaðsviðskipti Arion banka.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:


Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171