Arion banki gefur út almenn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra

Arion banki gaf í dag út almenn skuldabréf (e. senior preferred) að fjárhæð 300 milljónir evra til 6 ára. Skuldabréfin bera 3,50% vexti sem jafngilda 120 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.

Eftirspurn eftir skuldabréfunum var umtalsverð, tæplega 5 sinnum meiri en framboð, og í heild bárust tilboð frá 105 fjárfestum frá yfir 20 löndum í Evrópu og Asíu. Endanleg tilboðsbók nam rúmlega 1,45 milljörðum evra. 

Umsjónaraðilar (e. joint lead managers ) útgáfunnar voru ABN AMRO Bank N.V., BofA Securities Europe SA, Citigroup Global Markets Europe AG og UBS Europe SE.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:


Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171