Arion banki undirritar samning um viðskiptakt á sértryggðum skuldabréfum við Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann

Arion banki hf. hefur undirritað samninga við Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann um viðskiptavakt á sértryggðum skuldabréfum útgefnum af Arion banka á Nasdaq Iceland hf.

Tilgangur samninganna er að efla viðskipti með þau skuldabréf sem samningarnir taka til í því skyni að eðlilegt markaðsverð skapist á skuldabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Viðskiptavakar munu daglega setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin. Lágmarksfjárhæð að nafnvirði skuldabréfa skal vera eftirfarandi:

Stærð flokks (ma. kr.)Lágmarkstilboð (ISK m.)
0-30
3-520
5-1060
>1080

Skuldabréfaflokkarnir ARION CBI 29, ARION CBI 26 og ARION CBI 48 eru undanskildir framangreindum skilyrðum. Lágmarksfjárhæð tilboða í ARION CBI 29, ARION CBI 26 verður 40 milljón kr. og skal lágmarksfjárhæð tilboða í ARION CBI 48 vera 20 milljón kr.

Hámarksmunur kaup- og sölutilboða fer eftir árafjölda til lokagjalddaga á hverjum tíma sbr. neðangreinda töflu.

 
Árafjöldi til lokagjalddaga
Hámarksmunur
óverðtryggð skuldabréf
Hámarksmunur
verðtryggðra skuldabréfa
0-6 mánEkki skilgreindur hámarksmunurEkki skilgreindur hámarksmunur
6 mán – 2 ár0,20%Ekki skilgreindur hámarksmunur
2-4 ár0,30%0,30%
4-6 ár0,35%0,35%
6-9 ár0,60%0,60%
9-12 ár0,70%0,70%
12-18 ár1,00%1,00%
18 ár eða lengra1,15%1,15%

 
Arion banki greiðir viðskiptavökum þóknun og mun veita viðskiptavökum aðgang að verðbréfalánum. Hámarkslán í hverjum flokki sértryggðra skuldabréfa er 320 m.kr. að nafnverði fyrir markflokka en 80 m.kr. að nafnvirði fyrir aðra flokka.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:


Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760, eða Eiríks Dórs Jónssonar, forstöðumanns fjárstýringar, eirikur.jonsson@arionbanki.is, s. 856 7171