Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2020
Helstu atriði í afkomu Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 (1F20)
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Íslandsbanki hefur með hlutverki sínu að vera hreyfiafl til góðra verka skuldbundið sig til að vinna náið með viðskiptavinum og styðja við þá í þeim áskorunum sem alheimsfaraldur veldur.
Nú þegar hafa aðgerðir eins og tímabundin frestun afborgana og vaxta af lánum verið kynntar. Ríkisstjórnin hefur einnig kynnt fjölmargar aðgerðir sem vinna gegn atvinnuleysi og tímabundnum tekjumissi og munu stuðla að viðspyrnu hagkerfisins þegar faraldurinn gengur niður.
Rekstrarniðurstaða Íslandsbanka á fjórðungnum er lituð af neikvæðri virðisrýrnun og tapi af veltubók verðbréfa og niðurfærsla eigna í fjárfestingarbók. Arðsemi eigin fjár er undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.
Það er þó ánægjulegt að sjá að rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi lækkar um 8,4% á milli ára og einnig jukust vaxtatekjur um 8,1% á milli ára. Íslandsbanki hélt áfram að styðja við viðgang efnahagslífsins á fjórðungnum þar sem ný útlán námu 57 ma. kr.
Innlán jukust um 4,8% frá árslokum og eru enn sem áður meginstoð fjármögnunar bankans.
Fjárhagsstaða Íslandsbanka er sterk og eru lausafjárhlutföll í erlendum og innlendum gjaldmiðlum vel yfir innri og ytri markmiðum. Endurfjármögnunarþörf Íslandsbanka í erlendri mynt fyrir árið 2020 er lítil sem engin.
Eigið fé er hátt, eða 22,3%, sem gerir bankanum kleift að styðja við viðskiptavini sína.
Á fjórðungnum voru kynntar þrjár nýjar stafrænar lausnir sem auðvelda viðskiptavinum okkar lífið. Viðskiptavinir geta nú endurfjármagnað húsnæðislán sín með rafrænum hætti, stofnað til verðbréfaviðskipta á örfáum mínútum á vefnum og undirritað skjöl rafrænt þar sem það er heimilt.
Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu vegna COVID-19 hafa valdið því að við höfum þurft að hugsa í lausnum gagnvart okkar viðskiptavinum. Við viljum þakka okkar viðskiptavinum fyrir að hafa aðlagast hratt að breyttum aðstæðum og sýnt þolinmæði á krefjandi tímum.
Starfsfólk bankans hefur stundað vinnu sína heima og sýnt mikla aðlögunarhæfni í breyttum aðstæðum.
Sterkur efnahagur heimila og fyrirtækja sem og styrkur íslenska bankakerfisins og mikil aðlögunarhæfni íslensks efnahagslífs gerir Íslendingum kleift að komast í gegnum atburði líðandi stundar.
Íslandsbanki kappkostar að veita viðskiptavinum Íslandsbanka bestu þjónustuna og með samvinnu og eldmóði höldum við áfram veginn.
Aðgerðir í kjölfar COVID-19
Fjárfestatengsl
Símafundur með fjárfestum á ensku kl. 9.30
Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn 7. maí kl. 9.30. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum, afkomu bankans og spurningum svarað. Fundurinn verður á ensku.
Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.
Öll gögn tengd uppgjöri ásamt upplýsingum um fjárhagsdagatal og þögul tímabil má finna hér: https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/bankinn/fjarfestatengsl
Nánari upplýsingar veita:
Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með heildareignir að fjárhæð 1.199 milljarðar króna, eiginfjárhlutfall sem nam 22,4% og markaðshlutdeild á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði í árslok 2019. Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera 1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.
Til að koma enn betur til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar stafrænar lausnir svo sem app Íslandsbanka og Kass. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 14 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Íslandsbanki hefur BBB/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings. www.islandsbanki.is
Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
Viðhengi