Íslandsbanki hf.: Niðurstaða skiptiútboðs sértryggðra skuldabréfa

Í tengslum við útboð Íslandsbanka á sértryggðum skuldabréfum í gær fór fram skiptiútboð þar sem eigendur flokksins ISB CBI 26 áttu kost á því að selja bréf í flokknum á fyrirfram ákveðna hreina verðinu 99,0475 gegn kaupum í útboðinu.

Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Íslandsbanki kaupir 2.940 m. kr. að nafnvirði í flokknum ISB CBI 26.

Uppgjör endurkaupanna fer fram þann 23. september 2025.
 
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.

Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is
Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is