Íslandsbanki hf.: Vegna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í vaxtamáli

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli nr. 55/2024 milli Íslandsbanka og tveggja lántaka vegna ágreinings um breytilega vexti á óverðtryggðu fasteignaláni. Hæstiréttur sýknaði Íslandsbanka af öllum fjárkröfum en ógilti að hluta skilmála bankans um vaxtabreytingar í umræddu láni að því leyti sem þar er vísað til annarra þátta en stýrivaxta Seðlabanka Íslands.

Fyrsta mat bankans er að hugsanleg fjárhagsleg áhrif dómsins eru umtalsvert lægri en bankinn hafði áður gert grein fyrir í óvissuskýringu í árshlutareikningum bankans.

Bankinn mun kynna sér vandlega forsendur niðurstöðu Hæstaréttar og bregðast við með viðeigandi hætti eins fljótt og auðið er.

Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is