Íslandsbanki lauk í dag sölu á grænum almennum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra til 7 ára. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 130 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.
Endanleg tilboðsbók nam rúmlega 600 milljónum evra og í heild bárust tilboð frá yfir 75 fjárfestum.
Skuldabréfin eru gefin út undir EMTN fjármögnunarramma Íslandsbanka (Euro Medium Term Note Programme – EMTN). Grunnlýsingu ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: EMTN Grunnlýsing
Umsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) útgáfunnar voru Citigroup Global Markets Europe AG, Deutsche Bank AG, J.P. Morgan og Natwest Markets N.V.
Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is