Íslandsbanki hf.: Tilkynning um endurkaupatilboð á skuldabréfi og áform um nýja skuldabréfaútgáfu í sænskum og/eða norskum krónum sem telur til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (AT1)

EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR TIL BANDARÍKJANNA EÐA YFIRRÁÐASVÆÐA ÞESS (Þ.Á.M PÚERTÓ RÍKÓ, BANDARÍSKU JÓMFRÚAREYJAR, GVAM, BANDARÍSKA SAMÓA, VARSÍMAEYJAR EÐA NORÐUR-MARÍANAEYJAR) EÐA HVERRAR ÞEIRRAR LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.

Íslandsbanki hf. (hér eftir Íslandsbanki eða útgefandi) tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda SEK 750,000,000 skuldabréfaflokks með breytilegum vöxtum án lokagjalddaga (e. perpetual), sem flokkast sem viðbótar eiginfjárþáttur 1 (e. AT1) (ISIN: XS2390396427) (hér eftir skuldabréfið), gegn greiðslu reiðufjár (hér eftir endurkaupatilboðið). Endurkaupatilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem er að finna í endurkaupatilboðslýsingu (e. Tender Information Document) (hér eftir endurkaupatilboðslýsing), dagsett 17. nóvember 2025.

Lýsing skuldabréfanna / ISIN / Útistandandi nafnverð / Nafnverðseining / Verð
AT1 Skuldabréf með breytilegum vöxtum án lokagjalddaga með tímabundinni niðurfærslu (e. temporary writedown) útgefið 2021 / XS2390396427 / SEK 750,000,000 / SEK 2,000,000 / Verð 102.50%

Samhliða endurkaupatilboðinu hyggst útgefandi, með fyrirvara um markaðsaðstæður, gefa út ný AT1 skuldabréf með breytilegum vöxtum án lokagjalddaga í sænskum og/eða norskum krónum („nýju skuldabréfin“).

Endurkaupatilboðið rennur út við síðara tímamarkið af (i) 19 nóvember 2025 og (ii) á þeim degi sem tilboðsbók vegna útgáfu nýju skuldabréfanna lokar (nema ef framlengt, enduropnað, dregið tilbaka, eða fellt niður að einhliða ákvörðun útgefanda) (hér eftir lokadagur). Gert er ráð fyrir að uppgjör endurkaupatilboðsins fari fram fimm virkum dögum eftir lokadag, og að því marki sem mögulegt er, á sama degi og uppgjör vegna útgáfu nýju skuldabréfanna. Endurkaup útgefanda á skuldabréfinu er háð útgáfu nýju skuldabréfanna og því að skilyrðum sem fram koma í endurkaupatilboðslýsingu sé fullnægt.
 
Útgefandi mun, í tengslum við úthlutun nýju skuldabréfanna, meðal annars taka tillit til þess hvort viðkomandi fjárfestir sem óskar eftir úthlutun hafi, áður en úthlutun fer fram, lagt fram gilt tilboð í skuldabréfið í samræmi við endurkaupatilboðið.
 
Endurkaupatilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem er að finna í endurkaupatilboðslýsingunni. Endurkaupatilboðslýsinguna má nálgast (háð tilteknum takmörkunum á dreifingu) hjá umsjónaraðilum endurkaupanna (tengiliðaupplýsingar má finna hér að neðan).
 
Íslandsbanki hefur ráðið DNB Carnegie Investment Bank AB (publ) (“DNB Carnegie”), Nordea Bank Abp (“Nordea”) og Swedbank AB (publ) (“Swedbank”) sem umsjónaraðila (the “Dealer Managers”) endurkaupanna.
 
Nýju skuldabréfin eru ekki, og verða ekki, boðin eða seld í Bandaríkjunum. Ekkert í þessu skjali eða í endurkaupalýsingu fellur undir sölutilboð eða boð um kaup á nýju skuldabréfunum í Bandaríkjunum eða í nokkurri annarri lögsögu. Ekki er heimilt að bjóða, selja eða afhenda verðbréf í Bandaríkjunum án skráningar undir, eða á grundvelli undantekningar frá skráningarskyldu, bandarísku verðbréfalöggjöfinni frá 1933 (e. U.S. Securities Act of 1933, as amended). Nýju skuldabréfin eru ekki og verða ekki, skráð undir bandarísku verðbréfalöggjöfinni eða undir nokkurri verðbréfalöggjöf í nokkru fylki eða annarri lögsögu Bandaríkjanna, og mega ekki vera seld, boðin eða afhent, beint eða óbeint, til eða til hagsbóta fyrir, bandarískan aðila (e. U.S. person).

Frekari upplýsingar varðandi endurkaupatilboðið veita:
 
Umsjónaraðilar:
DNB Carnegie Investment Bank AB (publ):
bond.syndicate@dnbcarnegie.no
 
Nordea Bank Abp:
NordeaLiabilityManagement@nordea.com
 
Swedbank AB (publ):
liabilitymanagement@swedbank.se
 
Íslandsbanki:
Investor Relations - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innihalda upplýsingar tengdar endurkaupatilboðinu sem lýst er hér að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.