Íslandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út skuldabréf í sænskum og norskum krónum sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1

Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 og eru útgáfurnar liður í bestun á efnahagsreikningi bankans. Útgáfurnar eru að fjárhæð 700 milljónir sænskra króna og 200 milljónir norskra króna án lokagjalddaga en með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5.25 ár.

Umframeftirspurn var eftir útgáfunum sem voru seldar var til fjárfesta í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu.

Útgáfan í sænskum krónum ber 350 punkta álag ofan á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum og norska útgáfan ber 358 punkta álag ofan á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum. Útgáfurnar fela í sér tímabundna niðurfærslu (e. temporary writedown) lækki hlutfall almenns eiginfjár þáttar 1 (e. CET 1) niður fyrir 5,125%. 

Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina í Stokkhólmi innan 30 daga.

Umsjónaraðilar eru DNB Carnegie, Nordea Bank Abp and Swedbank AB.

Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is