Moody's staðfestir A3 lánshæfismat Íslandsbanka með stöðugum horfum

Moody's Ratings (Moody's) hefur í dag staðfest A3 lánshæfismat Íslandsbanka, A2 langtíma- og P-1 skammtíma lánshæfismat fyrir innlán, og A3 lánshæfismat fyrir almenn ótryggð skuldabréf með stöðugum horfum. Langtíma lánshæfismat innlána og lánshæfismat bankans sem útgefanda eru með stöðugum horfum. Grunnlánshæfismat (BCA) og aðlagað BCA hefur verið staðfest sem baa2.
 
Staðfestingin kemur í kjölfar uppfærðrar aðferðafræði Moody‘s að því er varðar banka dags. 17. nóvember 2025.
 
Tilkynningu Moody's má finna í viðhengi.

Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is