Eimskipafélag Íslands hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Tilkynning frá Eimskip


Landsréttur staðfesti í dag frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli sem Samskip höfðuðu í apríl 2024 gegn félaginu og forstjóra þess, þar sem krafa var gerð um viðurkenningu bótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið 2021.