Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

Engin tilboð bárust í endurkaup með öfugu tilboðsfyrirkomulagi og því mun félagið hefja hefðbundin endurkaup samkvæmt endurkaupaáætlun.

Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Eimskipafélag Íslands hf. á 1.725.320 eigin hluti, sem samsvarar 1.04% af útgefnu hlutafé félagsins.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, sími: 844 4776 netfang: investors@eimskip.com

Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang: investors@eimskip.com