Festi hf.: Afkoma á 2. ársfjórðungi 2025

Helstu niðurstöður 2. ársfjórðungs 2025

 

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri:

  

Það sem bar hæst á öðrum ársfjórðungi:

 

Frá forstjóra Festi - Ástu S. Fjeldsted:

„Rekstur annars ársfjórðungs gekk vel og var niðurstaðan umfram áætlanir.  Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að öll félögin, hvert á sínum markaði, eru að auka magnsölu og bæta sínar rekstrarniðurstöður sem sýnir vel sókn þeirra milli ára. Sem fyrr næst góður árangur í lækkun kostnaðar með markvissri vöruþróun, aukinni skilvirkni og endurbættum ferlum sem viðskiptavinir jafnt sem hluthafar njóta í krafti aukinnar stærðarhagkvæmni samstæðunnar.

Verslun í gegnum stafrænar lausnir færist sífellt í aukana þvert á félögin með nýjum tækni- og greiðslulausnum en mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta þjónustu við viðskiptavini á þessu sviði á undanförnum árum.  Sterkir innviðir samstæðu Festi munu tryggja áframhaldandi þróun með frekari aukningu í skilvirkni og lækkun rekstrarkostnaðar.

Á uppgjörsfundinum þann 30. júlí munum við líkt og á síðastliðnum fundum beina kastljósinu sérstaklega að einu félagi innan samstæðu Festi. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, mun þar kynna N1 og þau spennandi verkefni sem þar eru í gangi.

Sumarið er mikilvægasti tími ársins í okkar rekstri þar sem fjöldi fólks er á ferðinni og reiðir sig á þjónustu okkar og vöruval um land allt. Víðfemt net verslana og þjónustustöðva á landsbyggðinni er mikilvægur hlekkur í starfsemi Festi, sem bæði heimafólk og sá mikli fjöldi ferðamanna sem fer um landið stólar á. Eftirspurnin er í stöðugum vexti, þvert á geira og landshluta. Við leggjum okkur fram við að mæta væntingum viðskiptavina og koma réttu vöruúrvali í hendur þeirra, hvar og hvenær sem er, á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Samkeppnin skerpir okkur alla daga og heldur okkur á tánum. Staða félagsins er sterk, markmiðin skýr og starfsfólkið með augun á boltanum,“ segir Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi.