Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025

Helstu niðurstöður 3. ársfjórðungs 2025


Ásta S. Fjeldsted, forstjóri: 

Þriðji ársfjórðungur er mikilvægasti fjórðungur ársins hvað varðar heildarumsvif samstæðunnar og gekk reksturinn vel á öllum sviðum líkt og fyrstu níu mánuði ársins. Niðurstaðan er umfram áætlanir og staðfestir góðan rekstur og áframhaldandi sókn félaga Festi, hvert á sínum markaði.

Helstu fréttir af starfseminni eru:


Heilt yfir var sumarið gott með góðri aukningu heimsókna í verslanir okkar um land allt.  Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá að vöxtur verslunar gegnum stafræna miðla heldur áfram að aukast mikið.  Á síðastliðnum mánuðum hefur mikil áhersla verið á yfirhalningu og uppbyggingu lykileininga samstæðunnar og má sérstaklega nefna ýmsar þjónustustöðvar N1 með uppfærðu útliti og innleiðingu tæknilausna á sviði sjálfsafgreiðslu.  Krónan opnaði nýja glæsilega verslun sína í Fitjum á Reykjanesi og heldur áfram að fjölga afgreiðslustöðum fyrir Snjallverslun.  Þá er unnið að byggingu nýs kælivöruhúss fyrir ferskvöru Krónunnar hjá Bakkanum, sem sinnir vöruhúsastarfssemi samstæðunnar.  Sem fyrr er mikil áhersla á þróun stafrænna lausna hjá samstæðunni til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina.  Við kynnum nú nýtt til leiks hjá ELKO, stafrænan söluráðgjafa með spunagreind sem og ELKO Snjallgreiðslur til að einfalda og auðvelda viðskiptavinum okkar kaup á vörum og þjónustu við hæfi. Þá heldur Lyfja áfram að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og nú með sálfræðiþjónustu í gegnum Lyfju appið. Samlegð af innkomu Lyfju er farin að skila sér og munum við fara sérstaklega yfir þann árangur á fjárfestakynningu félagsins föstudaginn 31. október. Einnig mun framkvæmdastjóri Lyfju, Karen Ósk Gylfadóttir, mæta til leiks og kynna lykilþætti í vegferð félagsins.

Um þessar mundir ríkir meiri óvissa en oft áður í þróun efnahagsmála.  Viðbrögð fjármálastofnana við dómi Hæstaréttar í svonefndu vaxtamáli hafa enn ekki komið fram en áhrif þeirra gætu orðið veruleg á heimilin sem og atvinnulífið í landinu. Útflutningsgreinar þjóðarinnar gætu átt undir högg að sækja á næstu misserum með fyrirséðum minnkun aflaheimilda, hækkun veiðigjalda og hækkunar á kolefnis- og vörugjöldum.  Þá er ennþá óvissa um óhrif gjaldsþrots Play, lokunar kísilverksmiðjunnar á Húsavík og skertrar starfssemi Norðuráls á íslenskt efnahagslíf. Aukin skattlagning á atvinnugreinar sýnir oftast minnkun umsvifa og því er einnig sérstakt áhyggjuefni ef stjórnvöld hyggja á frekari skattlagningu á ferðaþjónustuna á þessum tíma sem hefur verið ein af undirstöðum hagvaxtar á undanförnum árum.

Þrátt fyrir óvissuna þá eru horfur félagsins góðar.  Félögin okkar eru í sókn og við fylgjumst vel með stöðunni sem uppi er á hverjum tíma.  Fjárhagsleg staða Festi samstæðunnar er sterk og sýn og markmið samstæðunnar skýr. Starfsfólk okkar er metnaðarfullt og heldur áfram að leita leiða til að einfalda líf viðskiptavina okkar með öflugri tækni, sjálfbærari vörum og betri þjónustu á hagkvæmu verði sem auka lífsgæði – alla daga,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.