Festi hf.: Birting viðauka við grunnlýsingu

Festi hf., kt. 540206-2010, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi, hefur birt viðauka við grunnlýsingu, dags. 9. október 2025, í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Viðaukinn, sem skoðast sem hluti af grunnlýsingunni, er dagsettur 24. nóvember 2025 og hefur verið staðfestur af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Viðaukinn er gefinn út á íslensku og birtur á vefsíðu Festi ásamt grunnlýsingunni, https://www.festi.is/skuldabrefogvixlar.

Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá viðaukann við grunnlýsinguna staðfestan hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi hf. (mki@festi.is).