Icelandair: Icelandair tilkynnir um leigusamninga á tveimur nýjum Airbus A321LR flugvélum

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi. Vélarnar verða afhentar beint frá Airbus veturinn 2026/2027 og verða hluti af stækkandi flota Airbus A321LR véla Icelandair, sem leysa af hólmi Boeing 757 vélar félagsins. A321LR býður upp á einstaklega gott flugdrægi, betri eldsneytisnýtingu og minni losun samanborið við 757 vélarnar, og bætir upplifun farþega með Airspace hönnun Airbus.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Við fögnum nýju samstarfi við CALC og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi þróun flugflotans. Þessar tvær nýju Airbus A321LR vélar eru hluti af endurnýjun flugflotans okkar yfir í nýjar hagkvæmari flugvélar.  Jafnframt styður viðbótin við markmið okkar um að efla leiðakerfið og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og upplifun.“

Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is