EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.
Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“).
Endurkaupatilboðið var birt þann 6. október 2025 með þeim skilmálum sem finna mátti í tilkynningu endurkaupatilboðsins (e. tender information document).
Kviku bárust gild tilboð að fjárhæð 339 milljóna sænskra króna og 417 milljónir norskra króna. Endurkaupatilboðið var að hámarki fyrir samanlagða nafnverðsupphæð allt að 750 milljónir sænskra og/eða norskra króna og mun Kvika hækka hámarksfjárhæð endurkaupatilboðsins og verður það fyrir samanlagða nafnverðsupphæð 756 milljónir sænskra og norskra. Öll gild tilboð sem bárust eru þá samþykkt. Frekari upplýsingar má finna í hjálagðri tilkynningu (e. tender result press release).
Umsjónaraðili (e. dealer manager) með endurkaupnum var Nordea Banka Abp.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.
Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
