Heimar hf.: Nýtt skipurit

Í kjölfar skipulagsbreytinga tekur nýtt skipurit gildi í dag hjá Heimum hf. Sjálfbærni og rekstur í fasteignum er ekki lengur eitt af stoðsviðum fasteignafélagsins og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum um einn.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri og skipulagi Heima hf. á síðustu misserum. Markmið þeirra er að auka samlegð í rekstri félagsins, styrkja þróun eignasafnsins á kjarnasvæðum og bæta þjónustu við viðskiptavini þess.

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf.:

„Mikil vinna hefur verið lögð í að aga og bæta stjórnskipulag félagsins. Meginmarkmið skipulagsbreytinga er að að einfalda reksturinn með það fyrir augum að auka hagkvæmni og bæta þjónustu við viðskiptavini.“



Viðhengi: