Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 17 keypti Heimar hf. („Heimar“) 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 106.750.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: 

Dagsetning  Tími  Keyptir hlutir  Viðskiptaverð (gengi)  Kaupverð (kr.) 
22.4.2025  10:48  500.000  34,9  17.450.000 
23.4.2025  10:46  500.000  35,4  17.700.000 
23.4.2025  10:56  1.000.000  35,4  35.400.000 
25.4.2025  14:20   1.000.000  36,2  36.200.000 
Samtals    3.000.000    106.750.000 

Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Heima sem tilkynnt var um þann 8. apríl 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 500.000.000 kr. að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til því hámarki er náð, þó aldrei lengur en fram að aðalfundi félagsins 2026. 

Heimar átti 3.645.000 hluti fyrir ofangreind viðskipti og á því að þeim loknum 6.645.000 hluti, eða um 0,37% af útgefnum hlutum í félaginu, og nemur heildarkaupverð þeirra 233.164.000 kr. 

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög, nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014, um markaðssvik, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir. 

Nánari upplýsingar veitir Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is