Í viku 30 keyptu Heimar hf. („Heimar“) 1.350.000 eigin hluti að kaupverði 50.535.000 kr. í samræmi við eftirfarandi:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr.) |
21.7.2025 | 11:52 | 450.000 | 37,5 | 16.875.000 |
22.7.2025 | 10:17 | 450.000 | 37,3 | 16.785.000 |
25.7.2025 | 14:51 | 450.000 | 37,5 | 16.875.000 |
Samtals | 1.350.000 | 50.535.000 |
Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Heima sem tilkynnt var um þann 9. júlí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 500.000.000 kr. að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til því hámarki er náð, þó aldrei lengur en fram að aðalfundi félagsins 2026.
Heimar áttu 14.945.000 hluti fyrir ofangreind viðskipti og eiga því að þeim loknum 16.295.000 hluti, eða um 0,8% af útgefnum hlutum í félaginu, og nemur heildarkaupverð þeirra 587.229.000 kr.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög, nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014, um markaðssvik, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir.
Nánari upplýsingar veitir Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is