Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) heldur útboð á skuldabréfum, á fimmtudaginn 16. október 2025. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokk HEIMAR230628 GB.
HEIMAR230628 GB er grænn, óverðtryggur flokkur og ber fljótandi vexti tengda þriggja mánaða REIBOR að viðbættu vaxtaálagi með lokagjalddaga 23. júní 2028 og greiðast höfuðstóllinn á lokagjalddaga. Flokkurinn verður veðtryggður í almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins.
Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 23. október næstkomandi. Óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í kjölfarið.
Útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. d-liður 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020. Nálgast má grunnlýsingu, endanlega skilmála og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks á vefsíðu félagsins á slóðinni https://www.heimar.is/fjarfestar/fjarmoegnun/
Tilkynningar sem félagið birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar:
Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is og Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, vbm@islandsbanki.is