Hinn 8. september sl. tilkynntu Heimar hf. um kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun í viku 36. Í tilkynningunni kom fram að keyptir hefðu verið 740.000 eigin hlutir að kaupvirði 27.076.000 eins og nánar kom fram í sundurliðun í tilkynningunni.
Heimum barst leiðréttar upplýsingar frá þjónustuaðila endurkaupaáætlunarinnar um að í þeirri viku hafi verið keyptir 1.140.000 eigin hluti að kaupvirði 41.676.000 kr. samkvæmt sundurliðun hér að neðan. Þjónustuaðili Heima hafði láðst að tilkynna félaginu um viðskipti 1. september 2025 í samræmi við samning um framkvæmd endurkaupaáætlunar.
Viðskipti sem ekki voru tilgreind:
- Dagsetning: 1. september 2025
- Fjöldi hluta: 400.000
- Gengi: 36,5
- Kaupverð: 14.600.000 kr.
Leiðrétt yfirlit yfir viðskipti samkvæmt endurkaupaáætlun í viku 36 er eins og hér segir:
| Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr.) |
| 01.09.2025 | 15:10 | 400.000 | 36,5 | 14.600.000 |
| 03.09.2025 | 09:43 | 350.000 | 36,8 | 12.880.000 |
| 05.09.2025 | 11:10 | 390.000 | 36,4 | 14.196.000 |
| Samtals | 1.140.000 | 41.676.000 |
Heildarfjöldi eigin hluta samkvæmt fyrrgreindri tilkynningu leiðréttist því þannig:
- Heildarfjöldi eigin hluta eftir leiðréttingu: 23.385.000
- Heildarkaupverð samkvæmt áætlun: 850.710.000 kr.
Endurkaupaáætlun félagsins hefur verið framhaldið síðan ofangreind tilkynning var upphaflega birt og er heildarfjöldi eigin hluta og heildarkaupverð eins og hér greinir:
Heildarfjöldi eigin hluta þann 24. október 2025: 35.469.528
Heildarkaupverð samkvæmt áætlun þann 24. október 2025: 1.289.742.257
Leiðréttast hér með tilkynningar Heima hf. frá 8. september og 27. október 2025.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupáætlanir.
Frekari upplýsingar veitir:
Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is