Heimar hf.: Heimar endurnýja samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt

Heimar hf. („Heimar“) hafa endurnýjað samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Heimum.

Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Heima í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samningur Heima við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 15 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði. Hámarksmagn viðskipta á hverjum degi skal nema 30 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Heima. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 1,5% en annars 3,0%. Þá er markmið aðila, en ekki skylda, að kaup- og sölutilboð séu þrepaskipt þannig að hluti tilboðsbókar sé á þrengra verðbili en magnvegið verðbil gefur til kynna og hluti á víðara verðbili þannig að ofangreindu magnvegnu verðbili sé náð.

Samningurinn tekur gildi 11. desember 2025, og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirvara.

Heimar eru aðili að samningum um viðskiptavakt á tveimur stöðum, þ.e. hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar veitir:
Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is