Tilnefningarnefnd Heima gegnir ráðgefandi hlutverki við val til stjórnar félagsins. Markmið nefndarinnar er að tryggja að á hverjum tíma búi stjórn félagsins yfir þeirri hæfni, reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er og stjórnin sé í stakk búin til að sinna hlutverki sínu. Til að ná þessu markmiði er komið á skýru og gagnsæju ferli í aðdraganda stjórnarkjörs, þar sem tilnefningarnefnd miðlar til hluthafa greinargóðum upplýsingum og heildstæðu mati á frambjóðendum til stjórnar.
Tilnefningarnefnd Heima óskar eftir framboðum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 12. mars 2026.
Frestur til að skila inn framboðum til nefndarinnar er til og með þriðjudagsins 13. janúar 2026. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði tilnefningarnefndar á heimasíðu félagsins, https://www.heimar.is/fjarfestar/stjornarhaettir/tilnefningarnefnd/, og sendist á netfangið tilnefningarnefnd@heimar.is.
Nefndin áskilur sér rétt eftir atvikum til að fjalla um framboð sem berast síðar. Tilnefningar nefndarinnar verða birtar samhliða birtingu fundarboðs aðalfundar, sem samkvæmt samþykktum félagsins er boðað til með skemmst þriggja vikna fyrirvara.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins www.heimar.is
Tilnefningarnefnd Heima hf.