Síminn hf. - Úthlutun kauprétta

Þann 7. nóvember 2025 var tveimur framkvæmdastjórum veittir kaupréttir að samtals 13.125.000 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar um 0,53% af útgefnu hlutafé Símans. Úthlutunin byggir á samþykkt aðalfundar frá 9. mars 2023.

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra eru í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á aðalfundi Símans þann 13. mars 2025.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemur nú 69.375.000 hluta, eða um 2,8% hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða 21 starfsmann.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru meðlimum framkvæmdastjórnar Símans eru í viðhengi.