Síldarvinnslan hf. - Þátttaka í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu í Arctic Fish Holding AS.

Síldarvinnslan hf., sem er eigandi 34,2% hlutar í Arctic Fish Holding AS („Arctic Fish“), tilkynnir hér með um þátttöku félagsins í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu hjá Arctic Fish. Fyrirhuguð hlutafjárhækkun nemur samtals 13.128.300 hlutum og miðast verð við gengi hluta í félaginu við lok viðskiptadags á Euronext vaxtamarkaðinum í Noregi þann 19. ágúst sl. sem var NOK 31,80 og nemur heildarfjárhæð hækkunar þannig um EUR 35 milljónum. Hafa tveir stærstu hluthafar félagsins Mowi ASA (eigandi 51,28%) og Síldarvinnslan gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í samræmi við eignarhlutfall. Hlutur Síldarvinnslunnar í hlutafjárhækkuninni myndi þannig nema 40% eða samtals EUR 14 milljónum. Hlutafjárhækkunin er meðal annars háð samþykki hluthafafundar Arctic Fish.

Frekari upplýsingar um hlutafjárhækkunina er að finna í tilkynningu Arctic Fish sem birt var fyrr í dag.

Sjá tilkynningu á meðfylgjandi slóð:

https://live.euronext.com/en/product/equities/NO0010917719-MERK#CompanyPressRelease-12793224