Nova klúbburinn hf.: Úthlutun kauprétta

Stjórn Nova klúbbsins hf. hefur tekið ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 63.969.746 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar 1,8% af útgefnu hlutafé í félaginu. Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í dag, 6.11.2025, en skilmálar þeirra eru í samræmi við samþykkt aðalfundar Nova klúbbsins, dags. 27.3.2025, á meðfylgjandi kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur samstæðunnar, og starfskjarastefnu félagsins. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétti vegna á grundvelli áætlunarinnar er 110.500.000, og markmiðið með áætluninni er að tengja hagsmuni rétthafa við afkomu og langtímamarkmið félagsins og hluthafa þess.

Meginefni kaupréttarsamninga félagsins við stjórnendur er eftirfarandi:

Áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna kaupréttarsamninganna sem undirritaðir voru í dag, byggt á Black-Scholes formúlunni, nemur um 55 m.kr.

Þá hefur stjórn samþykkt að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum samstæðunnar kauprétti á grundvelli kaupréttaráætlunar sem byggir á 10. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Kaupréttaráætlun fyrir alla starfsmenn var samþykkt af aðalfundi félagsins þann 27.3.2025, og hlaut staðfestingu Skattsins þann 16.10.2025. Samkvæmt kaupréttarsamningum, sem gerðir verða við starfsmenn á grunni áætlunarinnar, öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hluti í Nova klúbbnum fyrir að hámarki 500.000 krónur, einu sinni á ári í þrjú ár, fyrst þann 7. nóvember 2026, næst þann 7. nóvember 2027 og loks þann 7. nóvember 2028, eða samtals fyrir allt að 1.500.000 krónur hver. Ávinnsla kauprétta er bundin því skilyrði að kaupréttarhafi starfi fyrir félagið eða dótturfélag þess þegar ávinnsla á sér stað, en að öðrum kosti fellur áunninn en ónýttur kaupréttur niður ef starfsmaður lætur af störfum. Tilkynnt verður um niðurstöðu þeirrar úthlutunar þegar endanleg þátttaka liggur fyrir, eftir lokun markaða mánudaginn 17. nóvember 2025.

Um fyrstu úthlutanir kauprétta er að ræða af hálfu Nova klúbbsins.

“Við vitum að besta liðið sækir besta fólkið – og það heldur áfram að ná árangri þegar öll hafa sama markmið og sömu sýn á framtíðina. Með nýju kaupréttakerfi, sem nær til alls starfsfólks, ýtum við undir að öll í Nova liðinu fái tækifæri til að taka þátt í vextinum og verðmætunum sem við sköpum saman. Þetta skapar enn meiri samstöðu milli starfsfólks og hluthafa – við vinnum öll að sama markmiði: að gera Nova að besta liðinu með ánægðustu viðskiptavinina.” Segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru meðlimum framkvæmdastjórnar Nova eru í viðhengi.