Origo hf. hefur aukið hlutafé sitt um 6.563.323 krónur að nafnverði. Stjórn félagsins tók ákvörðun um hækkun hlutafjárins á fundi sínum í dag á grundvelli heimildar í 15.2. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 4. mars 2016. Hlutafjáraukningin er til þess að mæta innlausn starfsmanna á kauprétti sem tilkynnt var um þann 31. mars sl.
Hlutafé Origo hf. fyrir hækkunina var 458.739.986 krónur að nafnvirði og er að henni lokinni 465.303.309 krónur að nafnverði. Hver hlutur í Origo er ein króna að nafnvirði eða margfeldi þar af. Eitt atkvæði fylgir hverri krónu hlutafjár. Origo á 150.983 eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Origo frá skráningardegi hlutfjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá.
Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri í fo@origo.is eða síma 862-0310.
ORIGO HF.
Origo. (NASDAQ OMX: Origo.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Origo er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá samstæðunni starfa um 550 manns. Dótturfélög Origo eru TEMPO ehf og Applicon AB. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.origo.is
Til athugunar fyrir fjárfesta:
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.