Þann 11. ágúst 2021 var tilkynnt að stjórn SKEL fjárfestingafélags hf. („SKEL“) hefði ákveðið að bjóða tilteknar fasteignir og lóðir í eigu félagsins til sölu í formlegu söluferli sem Íslandsbanki hf. sá um, ýmist með áherslu á sölu og endurleigu til lengri tíma eða sem þróunartækifæri.
Hinn 22. desember sl. var tilkynnt um framgang viðskiptanna þar sem fram kom að SKEL hefði undirritað skilmálaskjal við Kaldalón um 13 eignir, viljayfirlýsingu við F33. ehf. vegna þróunarverkefnis um 4 eignir auk þess sem upplýst var að viðræður stæðu yfir um sölu fasteignanna Austurstrandar 7, 170 Seltjarnarnesi og Litlatún í Garðabæ við sitt hvorn aðilann en SKEL hefði ákveðið að bíða með sölu á 2 fasteignum.
Með tilkynningu SKEL, dags. 31. mars sl. var tilkynnt að SKEL og Fasteignastýring ehf., dótturfélag í fullri eigu Kaldalóns hf., hefðu í kjölfar samþykkis aðalfundar SKEL á sölu fasteigna til Kaldalóns undirritað kaupsamning vegna umræddra fasteigna sem háðir væru óverulegum fyrirvörum. Fyrirvarar fasteignaviðskiptanna hafa nú allir verið uppfylltir og fasteignirnar afhentar Fasteignastýringu ehf. Orkan IS ehf. og Löður ehf., dótturfélög SKEL, hafa tekið fasteignirnar á leigu með undirritun leigusamninga þar um. Kaupverð fasteignanna er óbreytt frá því sem tilgreint var í fyrri tilkynningu.
Þá hefur SKEL nú formfest samstarf sitt við F33 ehf. um þróunareignirnar nánar með sambærilegri útfærslu og tilkynnt var um 22. desember sl. Þannig hefur SKEL og Fasti eignarhaldsfélag ehf., eigandi F33 ehf., stofnað félagið Reir þróun ehf. sem þau munu eiga til jafns. SKEL leggur inn í félagið fasteignirnar Birkimel 1, 107 Reykjavík, Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík, Kleppsveg 104 Reykjavík og Reykjavíkurveg 58, 220 Hafnarfirði sem verðmetnar eru í viðskiptunum að fjárhæð kr. 1.700.000.000. Orkan IS ehf. mun leigja fasteignirnar af Reir þróun ehf. Fasti ehf. leggur inn í félagið eignarhluti sína í F33 ehf. en eign félagsins er lóðin Hnoðraholt í Garðabæ ásamt öllum byggingarrétti íbúða sem heimilt verður að byggja á lóðinni ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum samtals að verðmæti kr. 1.400.000.000.
Ennfremur er unnið að útfærslu og samningum vegna sölu á fasteignunum Austurströnd 7, 170 Seltjarnarnesi og Litlatúni í Garðabæ. Vonast er eftir að framgangur verði í þeim viðskiptum í sumar. Þegar og ef það gerist hefur verið gengið frá sölu allra þeirra fasteigna sem tilkynnt var um 22. desember sl.
Nánari upplýsingar veitir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður (fjarfestar@skel.is)