SKEL fjárfestingafélag hf.: Úthlutun kauprétta

Stjórn SKEL hefur ákveðið að veita tilteknum starfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 3.591.141 hlutum í félaginu.

Kaupréttarsamningarnir eru veittir í því skyni að samtvinna hagsmuni félagsins og starfsmanna til lengri tíma. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun og starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 7. mars 2024, þar sem hluthafafundur samþykkti að veita stjórn heimild til að úthluta kaupréttum starfsmanna félagsins, annarra en þeirra lykilstjórnenda er fengu úthlutaða kauprétti á grundvelli kaupréttaráætlunar sem samþykkt var á aðalfundi félagsins hinn 10. mars 2022.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem SKEL hefur veitt lykilstarfsmönnum sínum 111.194.084 hlutum eða um 5,92 % hlutafjár í félaginu.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL. (fjarfestar@skel.is)