Í viðhengi eru tvær tilkynningar um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lagðar voru inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF). ATP Holdings ehf. tilkynnti um kaup á 4.812.257 bréfum þann 17. desember sl. og sölu á 2.110.640 bréfum þann 19. desember sl. Verð bréfanna í báðum viðskiptunum var 44,06 sænskar krónur á hlut.
(Í upprunalegri útgáfu tilkynningarinnar sem birtist þann 6. janúar sl. var sagt að í viðskiptunum þann 19. desember sl. hafi verið um að ræða kaup á hlutabréfum og leiðréttist það hér með.)
FJÁRFESTATENGSL ALVOTECH
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com
