Vísað er til tilkynningar frá 21. ágúst s.l. þar sem fram kom að Kaldalón hefði skrifað undir samning um kaup á annars vegar öllu hlutafé í Baldurshaga ehf. („Baldurshagi“), þar sem eina fasteign þess að viðskiptum loknum er fasteign við Krókháls 16, og hinsvegar fasteignum við Skúlagötu 15 og Klettháls 1A.
Fyrirvarar í kaupsamningum hafa nú verið uppfylltir og Kaldalón hefur fengið afhent hlutafé Baldurshaga ehf. auk ofangreindra fasteigna.
Endanlegt heildarvirði ofangreindra viðskipta er 2.335 m.kr. Áætlað er að rekstrarhagnaður Kaldalóns aukist um 171 m.kr. á ársgrunni í kjölfar viðskipta.
