KPMG ehf. er staðfestingaraðili Kaldalóns hf. vegna stöðu fjárhagslegra og sérstakra skilyrða almenns tryggingafyrirkomulags vegna útgáfu skuldabréfa félagsins. Hlutverk staðfestingaraðila er m.a. að kanna og staðfesta útreikninga útgefanda í skýrslu um stöðu á fjárhagslegum og sérstökum skilyrðum útgefanda í tengslum við árs- og árhlutauppgjör sem og í tengslum við viðbótar veðsetningu og/eða skuldsetningu undir almenna tryggingafyrirkomulaginu.
KPMG hefur nú framkvæmt könnun á útreikningum útgefanda á fjárhagslegum kvöðum skuldabréfaflokka útgefanda og almenna tryggingafyrirkomulagsins. Niðurstaða könnunar KPMG staðfestir að útgefin skuldabréf Kaldalóns hf. og almenna tryggingafyrirkomulagið standist allar fjárhagslegar kvaðir þann 30.6.2025.
Einnig hefur KPMG yfirfarið veðsetningu á viðbótareignum inn í almenna tryggingafyrirkomulagið.
Frekari niðurstöður könnunar er í meðfylgjandi viðhengi.
