FL Group mun birta afkomu félagsins fyrir árið 2007 þann 13. febrúar næstkomandi fyrir opnun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica, 13. febrúar kl. 08:15. Á fundinum mun Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á íslensku og varpað beint á internetinu og hægt verður að nálgast vefvarpið og aðrar upplýsingar á heimasíðu félagsins www.flgroup.is fyrir fundinn. Símafundur fyrir erlenda fjárfesta og greiningaraðila verður haldinn kl. 10.30. Frekari upplýsingar veitir: Halldór Kristmannsson Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Sími: 591 4400 / 669 4476 Netfang: halldor@flgroup.is