FL GROUP hf. - Fyrirtækjafréttir

FL Group selur hlut sinn í Finnair


FL Group hefur selt 12,69% eignarhlut í finnska flugfélaginu Finnair og er því ekki lengur meðal hluthafa í Finnair. Andvirði sölunnar er um 13,6 milljarðar ísl. króna. Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group:"Sala hlutanna er í samræmi við stefnu FL Group að minnka vægi eignarhluta í skráðum félögum sem ekki falla undir kjarnafjárfestingar félagsins í fjármála, trygginga- og fasteignafélögum. Við leggjum nú mikla áherslu á stærstu eignarhluta FL Group í Glitni, Tryggingamiðstöðinni og Landic Property, auk fjölmargra fjárfestingaverkefna í óskráðum félögum í ýmsum greinum." Fjárhagsleg áhrif Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta ársfjórðungi 2008 sem nemur um 1,7 milljörðum króna. Frekari upplýsingar veitir: Samskiptasvið FL Group Júlíus Þorfinnsson Sími: 591 4400 / 896 6612 Póstfang: julius@flgroup.is Um FL Group FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með kjarnafjárfestingarí bönkum, trygginga- og fasteignafélögum. Félagið fjárfestir einnig í óskráðum félögum sem falla vel að fjárfestingastefnu FL Group. Félagið stundar einnig markaðsviðskipti sem lúta að skammtíma fjárfestingum ásamt framkvæmd afleiðu- og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins. Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í Lundúnum en FL Group fjárfestir í félögum um allan heim. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.