Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025


Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Rekstartengdir mælikvarðar Q2 2025Q2 2024Change
  Fjöldi flugafjöldi       2.368 2.712-344
  Fjöldi áfangastaða í rekstrifjöldi3136-5
  Fjöldi flugvéla í rekstrifjöldi810-2
  Stundvísi%91%89%2.3 ppt
  Fjöldi farþegaþús.361442-18%
  Sætiskílómetrar (ASK)millj.1.2581.544-19%
  Tekjur á farþegakílómetra (RPK)millj.1.0481.325-21%
  Meðallengd flugleggja (km)fjöldi2.9083.010-3%
  Sætanýting%83%86%-3 ppt
  Fjöldi sæta í boðiþús.433514-16%
     
Rekstrarreikningur    
  Rekstrartekjurmillj. USD72,1078,3-6,2
  Rekstrargjöldmillj. USD71,0074,1-3,1
  EBITmillj. USD-9,20-5,6-3,6
  EBIT hlutfall%-13%-7%-6 ppt
  Afkomamillj. USD-15,30-10,0-5,3
     
Efnahagsreikningur    
  Heildareignirmillj. USD342,7439,7-96,99
  Heildarskuldirmillj. USD423,8443,1-19,38
  Eigið fémillj. USD-81,1-3,5-77,62
  Eiginfjárhlutfall%-23,7%-0,8%-22.9 ppt
  Fé (handbært og bundið)millj. USD11,951,4-39,5
     
Hlutabréf     
  Hlutabréfaverð í lok tímabilsper bréf0,92,5-1,58
  Tap á hlutUS sent-0,8-0,80,00
     
Lykilmælikvarðar    
  Flugtekjur per farþegaUSD1221174%
  Hliðartekjur per farþegaUSD57554%
  Heildartekjur per farþegaUSD1791724%
  TRASKUS sent5,225,073%
  CASK (með eldsneytis- og kolefniskostnaði)US sent5,955,3711%
  CASK (án eldsneytis- og kolefniskostnaðar)US sent4,273,8012%
  CO₂ per RPK (grömm CO₂ per RPK) fjöldi60583%
  CO₂ útblástur í tonnum frá flugvélaolíufjöldi63.00976.781-18%

 

Einar Örn Ólafsson, forstjóri:

„Við höfum verið að innleiða nýtt viðskiptalíkan sem við kynntum síðastliðin haust og gengur það samkvæmt áætlun. Við erum markvisst að færa leiðakerfið yfir sólarlandaáætlun og höfum lagt undirstöðurnar að stöðugri tekjugrunn félagsins í formi langtímaleigusamninga á hluta flota okkar. Á öðrum ársfjórðungi jókst framboð okkar til sólarlandaum 15% milli ára þrátt að færri vélar væru í áætlun okkar frá Keflavík. Þessi breyting sést skýrt þegar flugáætlun okkar fyrir næstu tvo fjórðunga er skoðuð, þar sem hlutfall sólarlandaáfangastað eykst verulega á þriðja og fjórða ársfjórðungi.

Við erum auka vægi leiguverkefna í rekstri okkar – fjórar flugvélar eru þegar í langtímasamningum við SkyUp út árið 2027. Þessir samningar tryggja stöðugar tekjur með minni áhættu og sýna að það er mikil eftirspurn eftir vélum okkar. Við höfum nú þegar náð samkomulagi um leigu á einni vél til viðbóta sem losnar þegar við hættum flugi til Bandaríkjanna og höfum einnig hafið viðræður um leigu á annarri vél til viðbótar. Ákvörðun okkar um að hætta Bandaríkjaflugi gerir okkur kleift að einblína á arðbærar flugleiðir og nýta flugflota okkar í arðbær leiguverkefni.

Við þurftum að mæta nokkrum áskorunum á öðrum ársfjórðungi. Þar á meðal gengissveiflum, minni eftirspurn yfir Atlantshafið og viðhaldsvandamál með eina vél. Þrátt fyrir þetta náðum við talsverðum árangri í rekstrinum. Tekjur á hvern farþega hækka, heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra aukast, kostnaður með teknu tilliti til einskiptisliða lækkar og við höldum áfram að skara fram úr í stundvísi.

Mikilvægast er að við höfum stigið ákveðin skref til að styðja við breytingar á rekstri félagsins. Í júlí tryggðum við 20 milljónir USD í nýtt fjármagn í gegnum skuldabréfaútboð með breytirétti, með öflugum stuðningi stærstu hluthafa og fagfjárfesta. Þetta styrkir ekki aðeins fjárhagsstöðu okkar heldur sýnir einnig áframhaldandi traust á stefnu og framtíð PLAY.

Við erum langt komin með þessa umbreytingu á viðskiptalíkani okkar. Nú snýst þetta um útfærslu með agaðri nýtingu – að nýta fluggetu þar sem arðsemin er mest, viðhalda traustri þjónustu og fjölga tekjustoðum. Með því mótum við sterkari og sjálfbærari framtíð fyrir Play.“

Farþegatölur

PLAY flutti 361 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi 2025, samanborið við 442 þúsund á sama tímabili í fyrra. Þessi munur endurspeglar breytingar á leiðakerfi, þar með talið aukna áherslu á sólarlandaáfangastaði og leiguverkefni.

Sætanýting á ársfjórðungnum var 83,2%, samanborið við 85,9% á öðrum ársfjórðungi í fyrra, sem er í samræmi við áherslubreytingar félagsins. Framboð á sólarlandaáfangastöðum jókst um 15% milli ára þrátt fyrir  að Play væri með færri vélar í áætlun Keflavík.

PLAY var með 8 vélar í áætlun frá Keflavíkurflugvelli á öðrum ársfjórðungi.  Tvær vélar voru í leiguverkefnum og ein vél var leigð inn í flotann yfir sumarið.
Af þeim farþegum sem flugu með PLAY á öðrum ársfjórðungi voru 40% á leiðinni frá Íslandi, 31% til Íslands og 29% tengifarþegar (VIA).


Ánægja viðskiptavina hélt áfram að aukast, en NPS (Net Promoter Score) mælist nú 54 samanborið við 31 fyrir ári síðan, sem er 74% aukning. Þessi árangur afrakstur framúrskarandi þjónustu og stöðugra umbóta á þjónustuupplifun farþega.

Fjárhagsstaða
Tekjur á öðrum ársfjórðungi 2025 námu 72,1 milljón USD, samanborið við 78,3 milljónir USD á öðrum ársfjórðungi 2024. Samdráttur milli ára endurspeglar breytingar á leiðakerfi og tímabundin áhrif vegna seinkana á viðhaldi flugvéla.

Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) hækkaðu í 5,2 bandarísk sent úr 5,1. Meðaltekjur á farþega hækkuðu sömuliðis úr 172 USD á öðrum ársfjórðungi 2024 í 179 USD á öðrum ársfjórðungi í ár.  Þetta sýnir getu Play til að hækka einingatekjur þrátt fyrir að fækkun farþega.

Kostnaður á hvern framboðinn sætiskílóemtra (CASK) í áætlunarflugi var 5,95 bandarísk sent á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 5,37 sent á öðrum ársfjórðungi 2024. Hækkunin skýrist aðallega af gengisáhrifum, notkun flugvéla með færri sætum í flotanum og hærri flugrekstrarkostnaði. Þrátt fyrir þetta hélt Play áfram að beita aga í kostnaði, sem endurspeglast í stöðugum kostnaði að undanskildu eldsneyti og aukinni rekstrarhagkvæmni.

EBIT (rekstrarniðurstaða) var neikvæð um 9,2 milljónir USD á ársfjórðungnum, samanborið við neikvæðar 5,6 milljónir USD á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta nam 15,3 milljónum USD, samanborið við 10,0 milljónir USD á öðrum ársfjórðungi 2024.

Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljónum USD, að meðtöldu bundnu fé. Að auki hefur PLAY tryggt áskriftarloforð að fjárhæð 20 milljónir USD (2,4 milljarðar ISK), sem gert er ráð fyrir að verði klárað í  ágúst, og styrkja um leið fjárhagslega stöðu félagsins til framtíðar.

Horfur

Breytingum á viðskiptalíkani Play verður að fullu lokið í lok október, en þá verða fjórar flugvélar í rekstri frá Íslandi. Leigusamningar eru í gildi fyrir fimm af þeim sex flugvélum sem eftir eru, sem styður við betri nýtingu flotans og tekjumyndun allt árið um kring.

Með því að vera einungis með flugrekstrarleyfi á Möltu mun rekstrarkostnaðru lækka talsvert. Framvirkar einingartekjur halda áfram að vera sterkar og langtímasamningar um leiguverkefni veita stöðugar tekjur utan háannatíma.


Gert er ráð fyrir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og í fyrra, þrátt fyrir tímabundna viðgerðarstöðvum á vélum. Búist er við minni taprekstri yfir vetrartímann, sem mun bæta niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2025 og fyrsta ársfjórðungs 2026 um allt að 25 milljónir USD. Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026.

Frekari upplýsingar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna afkomu félagsins fimmtudaginn 7. ágúst kl. 16:00. Kynningin fer fram á ensku og verður streymt á vefnum: https://www.flyplay.com/en/financial-reports-and-presentations