Fjármögnun Solid Clouds hf

Solid Clouds hf hefur fengið undirrituð áskriftarloforð fyrir 200.607.335 hluti á genginu 1,5 eða sem nemur 300.911.005 krónum með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Solid Clouds hf. sem boðaður hefur verið 30. maí 2025.

Líkt og áður var upplýst er markmið fjármögnunar að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og styðja við áframhaldandi vöxt og þróun leiksins Starborne: Frontiers. 

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka annaðist ráðgjöf um sölu hlutafjár félagsins og Lagahvoll veitti lögfræðilega ráðgjöf.   

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við


Fjárfestatengsl:
Stefán Þór Björnsson
stefanbjo@solidclouds.com