Á hluthafafundi Solid Clouds hf. sem lauk nú um kl. 14:15 30. maí 2025, var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um breytingu á heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé félagsins.
Þar með hafa öll skilyrði verið uppfyllt samkvæmt áskriftarloforðum sem félagið hefur fengið fyrir útgáfu að 200.607.335 hlutum á genginu 1,5 eða sem nemur 300.911.005 krónum.
Líkt og áður var upplýst er markmið fjármögnunar að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og styðja við áframhaldandi vöxt og þróun leiksins Starborne: Frontiers.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka annaðist ráðgjöf um sölu hlutafjár félagsins og Lagahvoll veitti lögfræðilega ráðgjöf.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við
Fjárfestatengsl:
Stefán Þór Björnsson
stefanbjo@solidclouds.com