Oculis birtir uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2025 og kynnir áfanga í rekstri félagsins

ZUG, Sviss, Nov. 10, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) --

Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS / XICE: OCS) („Oculis“ eða „félagið“) alþjóðlegt líftæknifyrirtæki með áherslu á nýsköpun til að meðhöndla augnsjúkdóma og augntaugasjúkdóma og mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum, birti í dag uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung, sem lauk þann 30. september 2025, og kynnti jafnframt yfirlit yfir helstu framfarir og nýlega áfanga í rekstri félagsins.

Riad Sherif, M.D., framkvæmdastjóri Oculis, sagði: „Oculis hefur nú náð mikilvægum áfanga í vegferð sinni að verða leiðandi fyrirtæki á sviði meðhöndlunar augnsjúkdóma og augntaugasjúkdóma, þökk sé sérstöðu og framsæknu safni þróunarlyfja félagsins. Við erum spennt fyrir nokkrum mikilvægum áföngum: Fasa 3 rannsókn á OCS-01 augndropum við sjónuhimnubjúg af völdum sykursýki, með væntanlegum niðurstöðum á öðrum ársfjórðungi 2026, skráningarrannsókn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, á Licaminlimab sem einstaklingsmiðaðri lyfjameðferð við augnþurrki. Þá erum við verulega spennt vegna árangursríkra viðræðna okkar við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA), sem ruddu veginn fyrir næstu skrefum þróunar á Privosegtor á sviði mikilvægra óuppfylltra læknisfræðilegra þarfa. Nýleg fjármögnun okkar tryggir nú þann grunn sem þarf fyrir þrjár skráningarrannsóknir á sjóntaugakvillum, sem er mögulegt markaðstækifæri upp á 7 milljarða USD eingöngu í Bandaríkjunum, á sviði þar sem engar meðferðir eru í boði. Með sterkan efnahagsreikning og öflugt safn þróunarlyfja á síðari stigum klínískra rannsókna, er félagið vel í stakk búið til að ná sex mikilvægum áföngum með núverandi fjármögnun og þannig styðja við markmið okkar um að þróa áður óþekktar meðferðir.“

Nýlegir áfangar í framvindu rannsókna og áfangarnir fram undan:

Privosegtor:

OCS-01:

Licaminlimab:

Fjárhagsupplýsingar fyrir þriðja ársfjórðung 2025

Hinn 30. september 2025 nam handbært fé, jafngildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar Oculis 145,2 milljónum CHF eða 182,2 milljónum USD. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í október nam handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar félagsins hátt í 300 milljónum USD áður en útgjöld vegna útboðsins eru dregin frá. Rannsóknar- og þróunarkostnaður félagsins nam 14,1 milljón CHF eða 17,6 milljónum USD fyrir þriggja mánaða tímabilið sem lauk 30. september 2025, en nam 13,0 milljónum CHF eða 15,0 milljónum USD á sama tímabili árið 2024. Hækkunin stafaði einkum af aukinni vöruþróun og starfsmannakostnaði henni tengdum. Almennur rekstrarkostnaður nam 6,4 milljónum CHF eða 8,0 milljónum USD fyrir þriggja mánaða tímabilið sem lauk 30. september 2025, en var 5,3 milljónir CHF eða 6,2 milljónir USD á sama tímabili árið 2024. Hækkunin stafaði fyrst og fremst af kostnaði vegna hlutabréfatengdra starfskjara og utanaðkomandi sérfræðiþjónustu. Nettótap á grundvelli þess sem liðið er af árinu nam 75,4 milljónum CHF eða 89,7 milljónum USD fyrir níu mánaða tímabilið sem lauk 30. september 2025, en var 57,1 milljón CHF eða 64,8 milljónir USD fyrir sama tímabil árið 2024. Aukningin stafaði fyrst og fremst af framþróun klínískrar þróunaráætlunar, einkum fasa 3 DIAMOND-rannsóknanna, auk 6,9 milljóna CHF eða 8,2 milljóna USD hækkunar á gangvirðisleiðréttingu skuldbindinga félagsins á grundvelli veittra áskriftarréttinda, vegna hækkunar á gangvirði undirliggjandi áskriftarréttinda.


Condensed Consolidated Statements of Financial Position (Unaudited)



(Amounts in CHF thousands)
As of September 30, As of December 31,
 2025 2024
ASSETS   
    
Non-current assets   
Property and equipment528 385
Intangible assets13,292 13,292
Right-of-use assets2,576 1,303
Other non-current assets532 476
Total non-current assets16,928 15,456
    
Current assets   
Other current assets4,306 5,605
Accrued income1,422 629
Short-term financial assets98,740 70,955
Cash and cash equivalents46,440 27,708
Total current assets150,908 104,897
    
TOTAL ASSETS167,836 120,353
    
EQUITY AND LIABILITIES   
    
Shareholders' equity   
Share capital559 446
Share premium466,858 344,946
Reserve for share-based payment26,514 16,062
Actuarial loss on post-employment benefit obligations(1,835) (2,233)
Treasury shares(35) (10)
Cumulative translation adjustments(467) (271)
Accumulated losses(361,000) (285,557)
Total equity130,594 73,383
    
Non-current liabilities   
Long-term lease liabilities2,045 865
Defined benefit pension liabilities1,470 1,870
Total non-current liabilities3,515 2,735
    
Current liabilities   
Trade payables1,221 5,871
Accrued expenses and other payables19,942 18,198
Short-term lease liabilities421 315
Warrant liabilities12,143 19,851
Total current liabilities33,727 44,235
    
Total liabilities37,242 46,970
    
TOTAL EQUITY AND LIABILITIES167,836 120,353


Condensed Consolidated Statements of Loss (Unaudited)

(Amounts in CHF thousands, except per share data) For the three months ended
September 30,
 For the nine months ended
September 30,
  2025 2024 2025 2024
Grant income 243 216 788 683
Operating income 243 216 788 683
Research and development expenses (14,117) (12,999) (43,797) (40,320)
General and administrative expenses (6,422) (5,348) (18,030) (16,307)
Operating expenses  (20,539)  (18,347)  (61,827)  (56,627)
         
Operating loss  (20,296)  (18,131)  (61,039)  (55,944)
         
Finance income 438 556 1,451 1,797
Finance expense (162) (264) (592) (393)
Fair value adjustment on warrant liabilities 3,089 (445) (9,056) (2,143)
Foreign currency exchange gain (loss) 89 (1,888) (6,211) (361)
Finance result  3,454  (2,041)  (14,408)  (1,100)
         
Loss before tax for the period  (16,842)  (20,172)  (75,447)  (57,044)
         
Income tax benefit (expense) (13) (18) 4 (78)
         
Loss for the period  (16,855)  (20,190)  (75,443)  (57,122)
         
Loss per share:        
Basic and diluted loss attributable to equity holders (0.32) (0.48) (1.48) (1.44)

-ENDIR-

Um Oculis

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) með áherslu á nýsköpun við meðferð á augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum. Í klínískri þróun hjá Oculis eru þrjú lykilþróunarlyf: Privosegtor, taugaverndandi þróunarlyf í PIONEER-áætluninni sem samanstendur af rannsóknum sem er ætlað að styðja við skráningaráætlanir meðferðar við sjóntaugakvillum á borð við bráða sjóntaugabólgu og NAION, en lyfið kann einnig að hafa víðtæka notkunarmöguleika við ýmsum öðrum augntauga- og taugasjúkdómum; OCS-01, augndropar í skráningarrannsóknum sem ætlunin er að verði fyrsta augndropameðferðin við sjónhimnubjúg af völdum sykursýki; og Licaminlimab, augndropar í fasa 2 rannsóknum sem innihalda TNF-hamlara og byggjast á notkun erfðamerkis til að þróa einstaklingsmiðaða lyfjameðferð við augnþurrki (DED). Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Stjórnendur Oculis hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.

Frekari upplýsingar er að finna á: www.oculis.com

Tengiliðir hjá Oculis
Sylvia Cheung fjármálastjóri
sylvia.cheung@oculis.com   

Fjárfesta- og fjölmiðlatengsl
LifeSci Advisors
Corey Davis, Ph.D.
cdavis@lifesciadvisors.com

Fjölmiðlatengsl
ICR Healthcare
Amber Fennell / David Daley / Sean Leous
oculis@icrhealthcare.com

Fyrirvarar

Þessi fréttatilkynning er þýðing á enskri útgáfu tilkynningarinnar. Ef misræmi kemur fram gildir orðalag ensku útgáfunnar. Fréttatilkynningin inniheldur staðhæfingar um atburði í framtíðinni (e. forward-looking statements) eins og hugtakið er skilgreint í bandarísku löggjöfinni Private Securities Litigation Reform Act of 1995, sbr. það sem fram kemur í eftirfarandi fyrirvörum á ensku.

Cautionary Statement Regarding Forward Looking Statements

This press release contains forward-looking statements and information. For example, statements regarding the potential benefits of the Company’s product candidates, the initiation, timing, progress and results of current and future clinical trials, Oculis’ research and development programs, regulatory and business strategy, including planned interactions with the FDA; Oculis’ future development plans; the timing or likelihood of regulatory filings and approvals; statements about market opportunity, and the Company’s expected financial position and cash runway, are forward-looking. All forward-looking statements are based on estimates and assumptions that, while considered reasonable by Oculis and its management, are inherently uncertain and are inherently subject to risks, variability, and contingencies, many of which are beyond Oculis’ control. These forward-looking statements are provided for illustrative purposes only and are not intended to serve as, and must not be relied on by an investor as, a guarantee, assurance, prediction or definitive statement of a fact or probability. Actual events and circumstances are difficult or impossible to predict and will differ from assumptions. All forward-looking statements are subject to risks, uncertainties and other factors that may cause actual results to differ materially from those that we expected and/or those expressed or implied by such forward-looking statements. Forward-looking statements are subject to numerous conditions, many of which are beyond the control of Oculis, including those set forth in the Risk Factors section of Oculis’ annual report on Form 20-F and any other documents filed with the U.S. Securities and Exchange Commission (SEC). Copies of these documents are available on the SEC’s website, www.sec.gov. Oculis undertakes no obligation to update these statements for revisions or changes after the date of this release, except as required by law.